Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9359 svör fundust

Hvaða skans er þetta hjá Óla skans?

Orðið skans þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘virki; geymsluskot; bráðabirgðaskýli’. Það er tökuorð úr dönsku skanse sem aftur tók orðið að láni úr miðlágþýsku schantze ‘virki; hrísknippi’. Lágþýska orðið er væntanlega af rómönskum uppruna, samanber ítölsku scansi (fleirtala af scanso) ‘viðnám, vörn’. ...

Nánar

Hvað er hljóðlíking?

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...

Nánar

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...

Nánar

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn

Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...

Nánar

Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?

Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað u...

Nánar

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.  sunnudagur  mánadagur  týsdagur  óðinsdagur  þórsdagur  frjádagur  þvottdagur/laugardagur Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að ...

Nánar

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?

Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...

Nánar

Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?

Tindabikkjan sem er skötutegund gerir hylki utan um egg sín og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Algengust eru pétursbudda og pétursskip en einnig eru þau nefnd pétursbörur, péturspungur og skötuskip. Orðabók Háskólans á dæmi um pétursskip og pétursbuddu frá síðari hluta 18. aldar en hin virðast öll yngri. Nafnið...

Nánar

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

Nánar

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

Nánar

Fleiri niðurstöður